Ísland fær tvo mánuði til að gera ráðstafanir

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Ísland verður að gera viðeigandi ráðstafanir til innleiðingar á EES-löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf út í dag.

MiFID-tilskipunin (2004/39/EC) er meginstoðin á sviði löggjafar sem miðar að því að koma á fót yfirgripsmiklu regluverki hvað varðar framkvæmd viðskipta með fjármálagerninga á EES-svæðinu. Í þessu sambandi stuðlar tilskipunin að réttlátum, gegnsæjum og skilvirkum fjármálamörkuðum sem og samþættingu þessara markaða. Enn fremur tryggir tilskipunin mikla fjárfestavernd og stendur vörð um heiðarleika markaðarins með því að setja samræmdar reglur og kröfur er lúta að starfsemi fjármálafyrirtækja.

ESA hefur komið auga á annmarka í íslenskri löggjöf hvað varðar upplýsingar um notkun svokallaðra fastra umboðsmanna sem og varðandi fresti sem virða skal í sambandi við veitingu upplýsinga til lögbærra yfirvalda annarra EES/EFTA-ríkja.

Íslensk yfirvöld hafa viðurkennt að um annmarka sé að ræða en hafa þó ekki gert þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að tryggja fullnægjandi innleiðingu í samræmi við kröfur tilskipunarinnar.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK