Hækka vörugjöld um allt að 72%

Indverjar eru næststærstu neytendur tóbaksvara í heimi samkvæmt ríkisstjórn landsins.
Indverjar eru næststærstu neytendur tóbaksvara í heimi samkvæmt ríkisstjórn landsins. AFP

Fjármálaráðherra Indlands boðaði í dag gríðarmikla hækkun vörugjalda á sígarettur sem einn lið fjárlaga nýrrar hægristjórnar landsins. Hækkunin er liður í áætlun ríkisstjórnarinnar um að fækka þeim fjölmörgu dauðsföllum sem verða af völdum tóbaksnotkunar í landinu ár hvert.

Hækkunin gæti orðið allt að 72% og mun hún einnig ná til vindla og smávindla. Fjármálaráðherrann Arun Jaitley sagði að um yrði að ræða breytingu til batnaðar í heilsufarsmálum og vonast til að almenningur taki henni því fagnandi.

Samkvæmt yfirvöldum í Indlandi eru landsmenn næststærsti neytandi tóbaksvara í heimi auk þess sem þjóðin er þriðji stærsti framleiðandi tóbaks. Talið er að um ein milljón af þeim 5,5 milljónum manna sem deyja árlega af völdum tóbaksnotkunar séu Indverjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK