Lokað fyrir viðskipti með stærsta banka Portúgals

Merki Banco Espirito Santo
Merki Banco Espirito Santo

Fjármálaeftirlit Portúgals lét loka fyrir viðskipti með hlutabréf stærsta bankans í Portúgal, Banco Espirito Santo, í morgun. 

Hlutabréf bankans höfðu fallið í verði vegna gruns um að móðurfélag bankans hefði falið mistök í bókhaldi hans. Á að vanta 1,3 milljarða evra inn í bókhaldið.

Viðskiptin voru stöðvuð eftir að tilkynnt var að bankinn myndi senda frá sér mikilvægar upplýsingar í dag. En þegar lokað var fyrir viðskiptin höfðu hlutabréf bankans lækkað um 17,24% í dag og voru komin niður í 50 sent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK