Gleyma sér við vinnu langt fram á kvöld

Ragnar Harðarson, Ólafur Páll, Víðir Orri og Elvar örn hjá …
Ragnar Harðarson, Ólafur Páll, Víðir Orri og Elvar örn hjá ReonTech Þórður Arnar Þórðarson

Það er erfitt að lýsa sprotafyrirtækinu ReonTech með einu orði. Að tala um tæknifyrirtæki er ekki nægilega tæmandi lýsing því til þessa hefur ReonTech meðal annars smíðað vefsíður, snjallsímaforrit, sérhæfðan hugbúnað til ýmissa nota og einnig vélbúnað. ReonTech virðist ekkert óviðkomandi.

Mitt í rekstrinum stendur Elvar Örn Þormar, BS í rekstarverkfræði, stofnandi og framkvæmdastjóri teymis, sem mætti jafnvel kalla „draumalið“, af forriturum, verkfræðingum og stærðfræðingum. Það sem byrjaði árið 2011 sem hugmynd að nýrri gerð af hjörum fyrir fartölvuskjái er í dag orðið sextán manna fyrirtæki með útibú í Bandaríkjunum.

Í byrjun árs 2012 var ReonTech með tvo starfsmenn í fullu starfi, og um sumarið voru þeir orðnir sex. Sérstaða ReonTech fór að koma í ljós því að fyrirtækið blandar saman á mjög áhugaverðan hátt verkefnum fyrir aðra, til að afla tekna, og svo hugmyndavinnu og þróun uppfinninga sem drifin er áfram af forvitni og áhuga starfsmannanna sjálfra.

Það er þetta vinnuumhverfi sem Elvar segir að skýri hvernig svona ungu og efnalitlu fyrirtæki hefur tekist að laða til sín fólk sem gæti fengið miklu hærri tekjur annars staðar, og taki þess vegna ReonTech jafnvel fram yfir vinnu­til­boð frá Google. Hann segir fólk með menntun, hæfileika og reynslu á sviði verkfræði og forritunar geta fengið vel borgað nánast hvar sem það fer, en um leið sé þetta oft svolítið sérstök stétt sem setji gjarnan áhugaverð verkefni framar háum launum. „Þegar við auglýsum eftir fólki hrúgast umsóknirnar inn og horfi ég þá ekki endilega í það hvaða gráður og einkunnir fólk er með eða hvar það hefur unnið, heldur frekar hversu vel það gæti passað inn í hópinn. Það er helsti styrkleiki okkar hvað hópurinn vinnur vel saman og af miklum áhuga fyrir viðfangsefninu. Oft eru menn hér við tölvur og teikniborð fram á nótt og vita ekki hvað tímanum líður því þeim þykir það sem þeir eru að fást við svo spennandi.“

Meðal verkefna ReonTech til þessa er hugbúnaður sem vaktar jarðhræringar á Íslandi, myndgreiningarhugbúnaður, tölvukerfi og snjallsímaforrit fyrir leigubílastöð, tækjabúnaður sem vaktar neyðarboð frá skipum og Krónuappið. Einnig vinnur fyrirtækið nú að hugbúnaði fyrir heimabanka og lífeyrrissjóði til að auðvelda verktökum að standa skil á launatengdum gjöldum ásamt vefsíðu fyrir prentun á ljósmyndum fyrir Prentagram.is.

Lesa má umfjöllun um ReonTech í heild sinni í Viðskiptamogganum

Gunnar Dagbjartsson, starfsmaður ReonTech með Sjógáttina
Gunnar Dagbjartsson, starfsmaður ReonTech með Sjógáttina mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK