Útibúinu breytt í sjálfsafgreiðslu

Sjálfsafgreiðsla hjá Íslandsbanka í Kringlunni.
Sjálfsafgreiðsla hjá Íslandsbanka í Kringlunni.

Íslandsbankaútibúinu í Kringlunni hefur nú verið breytt í sjálfsafgreiðslu, með nýjum hraðbönkum sem gera viðskiptavinum sjálfum kleift að sinna helstu bankaviðskiptum. Íslandsbanki segir þetta í takt við stefnu bankans um að auka hagræði með bættri sjálfsafgreiðslu.

Sjálfsafgreiðslan verður á 1. hæð Kringlunnar og þar eru hraðbankar þar sem viðskiptavinir geta tekið út peninga, lagt inn á reikninga, millifært milli reikninga, skoðað stöðu, greitt reikninga, og fyllt á GSM Frelsi.  Þá verður mynttalningarvél og viðskiptavinatölva fyrir viðskiptavini en í gegnum Netbanka Íslandsbanka er hægt að framkvæma flestar aðgerðir í bankaþjónustu. Við útibúið verða skjáir þar sem viðskiptavinir geta nálgast  leiðbeiningar fyrir sjálfsafgreiðsluna.

Afgreiðslutími sjálfsafgreiðslunnar er sá sami sami og Kringlunnar.  Tveir starfsmenn Íslandsbanka verða á staðnum til að kynna notkunarmöguleika sjálfsafgreiðslunnar  og aðstoða eftir þörfum. Breytingarnar hafa engin áhrif á reiknings- né bankanúmer viðskiptavina.

Til viðbótar við sjálfsafgreiðslustöðina er hægt að sinna helstu bankaviðskiptum í netbanka og í gegnum app bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK