„Besta viðskiptabók sem ég hef lesið“

Auðjöfurinn Bill Gates stofnaði Microsoft á sínum tíma.
Auðjöfurinn Bill Gates stofnaði Microsoft á sínum tíma. Mynd/AFP

„Fljótlega eftir að ég hitti Warren Buffett í fyrsta skiptið árið 1991 bað ég hann að segja mér frá uppáhaldsviðskiptabókinni sinni. Hann hikaði ekki og svaraði: Business Adventures eftir John Brooks. Ég skal senda þér eintakið mitt um leið og ég get.“ Þetta skrifar Bill Gates í pistli á vefsíðu Wall Street Journal. 

Bókin er samansafn blaðagreina úr dagblaðinu New Yorker frá sjöunda áratugnum. Bill Gates segir að þrátt fyrir að bókin sé komin til ára sinna sé innsæi Brooks í viðskiptalífinu svo gott að bókin eigi enn við í dag. 

„Bókin er góður minnisvarði um þær reglur sem gilda þegar þú ætlar að stofna fyrirtæki. Þær hafa ekkert breyst. Mannlegi þátturinn er mikilvægur í öllum viðskiptum. Það skiptir ekki máli þótt þú sért með fullkomna vöru eða viðskiptaáætlun, þú verður líka að vera með rétta fólkið til þess að framkvæmda hugmyndina,“ skrifar Gates. 

Sjá pistil Gates á vef Wall Street Journal.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK