Breytingar munu fylgja komu Sævars

Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365.
Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. mbl.is/Sverrir

Það fylgir öllum mönnum einhverjar breytingar og því verður ekkert öðruvísi farið með forstjórabreytingu 365 núna. Þetta segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365, en hann tekur fram að unnið verði með stjórnendum fyrirtækisins og starfsfólki að því hverjar þessar breytingar verða.

Helstu markmið fyrirtækisins á næstunni verða á sviði fjarskipta og fjölmiðla að hans sögn, en 365 hefur síðasta árið unnið að því að koma sér á fjarskiptamarkaðinn. Fyrirtækið hefur meðal annars hafið sölu á nettengingum fyrir heimili og þá er áformað að hefja 4G farsímaþjónustu á komandi misserum.

Sævar vildi ekki segja hvenær ráðgert væri að hefja farsímaþjónustuna, en hann segir að áherslan verði á einstaklingsmarkað. Aðspurður hvort 365 ætli sér ekki að horfa líka til fyrirtækjamarkaðarins segir Sævar að slíkt sé ekki á dagskrá sem stendur, en tekur fram að ekki sé búið að taka ákvarðanir varðandi framtíð þeirra mála.

Varðandi fjölmiðlahluta 365 segir Sævar að fyrirtækið ætli að halda sér í fremstu röð, hvort sem það sé með sjónvarpi, útvarpi eða öðrum fréttamiðlum. Hann segir að svo stöddu liggi ekki frekari mannabreytingar fyrir.

Sævar hóf störf sem aðstoðarforstjóri 365 þann 1. júlí, en hann var ráðinn til fyrirtækisins í maí. Hann gegndi þeirri stöðu því í tvær vikur áður en hann var ráðinn forstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK