Al-Thani félög gjaldþrota

Hreiðar Már og Sigurður hlutu þunga dóma í Al-Thani málinu …
Hreiðar Már og Sigurður hlutu þunga dóma í Al-Thani málinu í desember. Félög Sj­eik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani sem tóku þátt í fléttunni hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. mbl.is/Árni Sæberg

Félögin Q Iceland Finance ehf. og Q Iceland Holding ehf. hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta, en í gær var kveðinn upp úrskurður um slíkt í héraðsdómi Reykjavíkur. Félögin voru miðpunktur svokallaðrar Al-Thani fléttu, þar sem Sj­eik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani keypti 5,01% hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrun.

Q Iceland Holding er móðurfélag Q Iceland Finance, en fyrrnefnda félagið fékk lánað frá Kaupþingi til að fjármagna kaup dótturfélagsins á bréfum í Kaupþingi. Félögin eru bæði skráð til húsa á skrifstofu lögfræðiskrifstofunnar Logos í Efstaleiti 5.

Með kaupum félagsins í Kaupþingi á sínum tíma varð Q Iceland Finance þriðji stærsti eigandi í Kaupþingi, en alls keypti félagið 37,1 milljón bréfa fyrir 25.599 milljónir.

Í desember á síðasta ári voru fjórir einstaklingar tengdir viðskiptunum dæmdir í fangelsi í héraðsdómi. Þeir hafa allir áfrýjað dómunum, en Hæstiréttur hefur ekki enn tekið málið upp.

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka, var dæmd­ur í fimm og hálfs árs fang­elsi. Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka í Lúx­em­borg, fékk þrjú ár og Ólaf­ur Ólafs­son, sem var stór hlut­hafi í Kaupþingi, fékk þriggja og hálfs árs dóm.

Það er Ástráður Haraldsson hrl. sem er skiptastjóri búanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK