18 þúsund störf skorin niður hjá Microsoft

AFP

Microsoft mun á næstu mánuðum fækka störfum hjá fyrirtækinu um 18 þúsund. Þetta var tilkynnt í dag.

Fækkunin tengist samþættingu Nokia við Microsoft sem farið verður í á þessu ári. 

Í tilkynningu frá Microsoft segir að um sé að ræða „endurskipulagningu til að einfalda aðgerðir“ og samþætta Nokia-hluta fyrirtækisins við aðra þætti þess.

127 þúsund manns starfa hjá Microsoft og verður því störfum hjá fyrirtækinu fækkað um sem nemur 14% á næstu mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK