Héraðsdómur hafnar kröfu Isavia og Icelandair

Deilt er um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.
Deilt er um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Isavia

Beiðni Isavia og Icelandair um að ráðgefandi álits yrði leitað hjá EFTA-dómstólnum í máli WOW gegn félögunum var í dag hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur. Flugfélagið höfðaði málið eftir að hafa ekki fengið afgreiðslutímum úthlutað á Keflavíkurflugvelli vegna fyrirhugaðs Ameríkuflugs. Icelandair hefur verið með afgreiðslutíma á þessum tíma og WOW hefur sagt að það séu bestu og eftirsóttustu tímarnir.

Í frétt Rúv um málið segir að líklegt sé að úrskurður héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar.

Lesa má nánar um málið í fyrri frétt mbl.is: Úthlutunarmál WOW aftur í hérað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK