Framleiðsluverðmæti í fiskeldi gæti fimmfaldast

Eldi á fiski er sá angi matvælaframleiðslunnar sem vex hvað …
Eldi á fiski er sá angi matvælaframleiðslunnar sem vex hvað hraðast á heimsvísu. Árlegur vöxtur í fiskeldi á tímabilinu 2001 til 2010 var um 6%. mbl.is/Helgi Bjarnason

Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir raunhæft að stefna á að framleiðsluverðmæti í fiskeldi verði þrjátíu milljarðar króna árið 2030.

Til samanburðar nam framleiðsluverðmæti eldisfisks um sex milljörðum króna í fyrra. Þá voru jafnframt framleidd um átta þúsund tonn af eldisfiski, en gert er ráð fyrir að framleiðslan fari vel yfir tólf þúsund tonn í ár. Það er yfir 50% aukning á milli ára.

„Heilt yfir er mikil bjartsýni í mönnum, enda tel ég að annars væri ekki verið að ráðast í allar þessar fjárfestingar,“ segir Guðbergur meðal annars  í fréttaskýring um fiskeldi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK