Gunnar gæti fengið 13,3 milljónir

Fái Gunnar Nelson bónusgreiðslur vegna bardagans á laugardaginn gætu tekjur …
Fái Gunnar Nelson bónusgreiðslur vegna bardagans á laugardaginn gætu tekjur hans numið um 13 milljónum.

Bardagakappinn Gunnar Nelson getur fengið um eina milljón upp í 13,3 milljónir fyrir bardagann á móti Zak Cummings á morgun. Skiptir þar máli hvort hann vinni bardagann og hvort hann hljóti bónusgreiðslur vegna besta bardagans eða frammistöðu í búrinu.

Gunnar gerði fimm bardaga samning við UFC mótaröðina, en bardaginn á laugardaginn er sá fjórði í röðinni. Sé miðað við greiðslur úr síðasta bardaga má gera ráð fyrir að Gunnar fái 8.000 Bandaríkjadali fyrir að keppa, eða um 920 þúsund íslenskar krónur. Til viðbótar bætast 8.000 dalir ef hann vinnur bardagann.

UFC bætir alla jafna við bónusgreiðslum til þeirra sem þykja standa sig best á hverju kvöldi og í síðustu keppni Gunnars var það 50.000 dalir, eða 5,75 milljónir, fyrir frammistöðu kvöldsins (e. performance of the night) og 50.000 dalir fyrir keppendur í bardaga kvöldsins (e. fight of the night). Einn bardagi er valinn í hvert skipti og tveir einstaklingar. Þannig getur sami einstaklingurinn fengið bónus fyrir bæði þessi atriði standi hann sig mjög vel og fengið allt að 100.000 dali í bónusa á einu kvöldi.

Ef þetta er tekið saman má sjá að Gunnar mun hvernig sem fer fá 8.000 dali fyrir bardaganna og 16.000 ef hann vinnur. Það eru 920 til 1.840 þúsund krónur. Ef hann bætir við sig bónusum gæti upphæðin aftur á móti orðið tæplega 6,7 milljónir upp í 13,3 milljónir.

Frétt mbl.is: Gunnar er harðsvírað hörkutól

Gunnar Nelson í búrinu
Gunnar Nelson í búrinu Ljósmynd/Jón Viðar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK