Hello Kitty fertug og komin á kynlífsleikföng

Hönnuður hinnar vinsælu, japönsku teiknimynda og þekkta vörumerkis, Hello Kitty, segir fígúruna aðlagast tíðarandanum hverju sinni en hún er nú að verða fertug.

Hönnuðurinn, Yuko Yamaguchi, mætti klædd í handa Kitty á bókamessu í Japan.

Kitty hefur á undanförnum árum fengið aukna samkeppni - en einhvern veginn tekst henni alltaf að standa uppi sem sigurvegari. Nú er enn ein kynslóðin að vaxa úr grasi sem dáir hana og dýrkar. 

Hönnuðurinn er sannfærður um að Kitty muni ná árangri á stafrænni öld. „Það koma nýjar teiknimyndafígúrur fram á sjónarsviðið daglega, en ég held að Hello Kitty sé sú eina sem geti aðlagast breytingum í heiminum,“ segir Yamaguchi.

Hvíti kötturinn Kitty kom fram á sjónarsviðið árið 1974. Þá á litlu peningaveski. Síðan þá hefur hún eignast óteljandi aðdáendur um allan heim. Vörumerkið birtist jafnt á handtöskum sem kynlífsleikföngum.

Í október verður haldin aðdáendaráðstefna Hello Kitty í Los Angeles en afmæli hennar verður fagnað með ýmsum öðrum hætti víðs vegar um heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK