Vilja tengja Smáralind við Hörpureit

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins ehf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins ehf. Eggert Jóhannesson

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Regins hf. og Landstólpa þróunarfélags ehf.  um kaup Regins á öllu verslunar- og þjónusturými á reitum 1 og 2 við Austurbakka 2 (Hörpureitum). Alls er um að ræða um 8.000 fermetra útleigurými sem að megninu til er staðsett á 1. og 2. hæð bygginganna. Gera má ráð fyrir að jöfn skipting geti verið á milli verslunar- og þjónustustarfsemi í þessari einingu. Á reitunum er að auki fyrirhuguð uppbygging á íbúðarhúsnæði og skrifstofurými, sem er ekki hluti af þessum kaupsamningi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Regin, en mbl.is greindi frá því að samningurinn væri í burðarliðnum í síðasta mánuði. Landstólpar þróunarfélag ehf., sem er eigandi lóðanna og mun byggja upp verkefnið, er í eigu Stólpa ehf. og Landey ehf.  Landstólpar þróunarfélag ehf. er í meirihlutaeigu Stólpa ehf.  

Tengja Smáralind og Austurhöfn

Að mati Regins er um að ræða mjög áhugavert svæði sem mun styrkja og efla miðbæ Reykjavíkur sem verslunar- og þjónustusvæði. Reginn áformar að tengja starfsemi, rekstur og markaðsstarf Smáralindar við þennan nýja miðbæjarkjarna í nánu samstarfi við núverandi og nýja rekstraraðila.

Sem lið í að styrkja verkefnið hefur Reginn ráðið alþjóðlega sérfræðiráðgjafa, við skipulag og hönnun verslunar- og þjónustukjarnans, til að vinna í nánu samstarfi við ráðgjafa og hönnuði seljanda. Þessir aðilar munu einnig koma að öflun nýrra leigutaka. Frekari kynning á hugmyndum og nálgun verkefnisins verður kynnt síðar.

Eignasafnið eykst um 3,5%

Kaupverðið er trúnaðarmál á þessu stigi, en í umfangi er um að ræða 3,5% aukningu á eignasafni Regins, mælt í fermetrum, en fyrir á félagið um 220 þúsund fermetra af fasteignum, þar af eru um 90 þúsund fermetra verslunarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um 3 ár. 

Reit­irn­ir tveir þar sem Reg­inn keypt eru um 8 þúsund …
Reit­irn­ir tveir þar sem Reg­inn keypt eru um 8 þúsund fer­metr­um af versl­un­ar­hús­næði við Aust­ur­höfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK