Bankaskattur þurrki upp krónueignir

mbl.is/Júlíus

Bankaskatturinn gæti þurrkað upp lausar krónueignir slitabúa gömlu bankanna að mestu leyti á næstu fjórum árum, komist engin hreyfing á slit búanna fyrir þann tíma, að því er fram kemur í nýrri umfjöllun greiningardeildar Arion banka.

Fram kemur í umfjölluninni að krónueignir slitabúanna, ef frá eru taldir eignarhlutar þeirra í Íslandsbanka og Arion banka, nemi samtals um 215 milljörðum króna. Þær skiptist í 117 milljarða í lausu fé annars vegar og hins vegar 98 milljarða í öðrum eignum, svo sem lánum til viðskiptavina gömlu bankanna, verðbréfum og afleiðum.

Ber þeim jafnframt að standa skil á bankaskatti að fjárhæð tæplega 28 milljörðum króna á ári. Skatturinn nemur 0,376% af kröfum búanna. 

Ef gert ráð fyrir því að slitabúin fái greiddan svipan arð af eignum sínum í Íslandsbanka og Kaupþingi á árunum 2015 til 2017 og á yfirstandandi ári, þá gætu árlegar arðstekjur búanna numið tæplega 12,5 milljörðum króna eftir skatta. Ef einnig er litið til áætlana um umbreytingu eigna í reiðufé og vaxta á laust fé á tímabilinu, þá er það niðurstaða greiningardeildarinnar að sá hluti krónueigna slitabúanna sem er laust fé muni að fjórum árum liðnum verða uppurinn vegna bankaskattsins.

„Þegar á heildina er litið gæti bankaskatturinn því þurrkað upp þónokkurn hluta krónueigna búanna á næstu fjórum árum, komist engin hreyfing á slit búanna fram að þeim tíma,“ segir greiningardeildin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK