50 milljónir njóta Netflix í 40 löndum

AFP

Notendur sjónvarps- og kvikmyndaþjónustunnar Netflix eru nú orðnir yfir 50 milljónir í fjörutíu löndum. Afkoma fyrirtækisins er nú yfir væntingum. 

Hlutabréf í Netflix höfðu hækkað nokkuð í verði við lokun markaða í gær í kjölfar uppgjörs sem sýndi hagnað á öðrum ársfjórðungi. Hefur hagnaðurinn meira en tvöfaldast frá því á sama tímabili í fyrra.

The Los Gatos, fyrirtækið sem rekur Netflix, segir að hagnaður á 2. ársfjórðungi hafi verið 71 milljón dala, rúmlega 8 milljarðar króna, en var 29,5 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur Netflix voru 1,34 milljarðar bandaríkjadala, 154 milljarðar íslenskra króna.

„Fimmtán árum eftir að áskriftarþjónusta okkar hófst erum við með yfir 50 milljón áskrifendur í 40 löndum,“ segir forstjóri Netflix, Reed Hastings.

Sumar sjónvarpsþáttaraðir fara nú beint á Netflix áður en þær eru sýndar í sjónvarpi. Þannig var því m.a. farið með Orange is the New Black. Varð það til þess að margir nýir áskrifendur bættust í hópinn.

Í september verður Netflix í boði í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Belgíu og Lúxemborg. 

Netflix hóf að streyma efni árið 2007 og er nú orðið leiðandi á sínu sviði. Í hverjum mánuði streymir fyrirtækið yfir milljarði klukkustunda af efni til notenda sinna.

Allt að tutt­ugu þúsund ís­lensk heim­ili eru með aðgang að efn­isveit­um á borð við Net­flix þrátt fyr­ir að þær hafi ekki form­lega veitt aðgang að sínu efni á ís­lensku landsvæði. Sök­um þess­ar­ar stóru markaðshlut­deild­ar sjá þær eng­an hag í því að laga þjón­ustu sína að ís­lensk­um not­end­um og munu aldrei gera það. Þetta kem­ur fram í skýrslu rýni­hóps á veg­um mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um grein­ingu á hindr­un­um fyr­ir streymiþjón­ustu. 

Frétt mbl.is: Netflix líklega aldrei til Íslands

1,3 milljónir áskrifenda bættust við hjá Netflix er fyrirtækið hóf …
1,3 milljónir áskrifenda bættust við hjá Netflix er fyrirtækið hóf að streyma þáttunum Orange is the New Black.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK