Ætlar sér að fella Herbalife

Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.
Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.

Milljarðamæringurinn og vogunarsjóðsforstjórinn Bill Ackman segist í dag ætla að koma upp um „ótrúleg svik“ fyrirtækisins Herbalife. Hann hefur sagt fyrirtækinu Herbalife stríð á hendur og lofar því að forráðamenn þess muni þurfa að grjátbiðja um miskunn. „Þið munuð komast að því af hverju Herbalife mun fara á hausinn,“ sagði Ackman í viðtali í gær. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ackman, sem fer fyrir Pershing Square Capital Management-vogunarsjóðnum, hótar Herbalife en orð hans nú hafa haft þau áhrif að hlutabréf í fæðubótaefnarisanum féllu um 11% í gær.

Ackman mun síðar í dag kynna niðurstöður á rannsókn sinni á næringarklúbbum Herbalife. Kynningin mun fara fram í New York.

Herbalife hefur ávallt neitað ásökunum Ackmans og svaraði fyrir sig á Twitter í gær og sagðist sannfært um heiðarleika fyrirtækisins og að sannleikurinn myndi koma í ljós.

Ackman hefur margoft reynt að koma Herbalife um koll. Hann hefur heitið því að gera hlutabréf í fyrirtækinu verðlaus. Hann segir fyrirtækið stunda óheiðarleg og ólögleg viðskipti, m.a. í Kína.

Frétt Forbes um málið

Frétt Bloomberg um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK