Spá því að tekjur Marels lækki

mbl.is/Ómar

IFS greining spáir því að tekjur Marels á öðrum fjórðungi ársins verði 170 milljónir evra, sem jafngildir 26,4 milljörðum króna. Til samanburðar námu tekjur félagsins 178 milljónum evra á sama tímabili í fyrra. IFS gerir jafnframt ráð fyrir því að tekjur félagsins fyrir árið í heild verði 659 milljónir evra, eða 102,4 milljarðar króna.

IFS hefur gefið út afkomuspá sína fyrir annan ársfjórðung, en Marel mun birta uppgjör sitt á morgun. Samkvæmt spánni verður fimm milljóna EBIT (rekstrarhagnaður) á tímabilinu og 26 milljónir á öllu árinu.

IFS bendir þó á að vegna umtalsverðra breytinga sem standa yfir hjá félaginu sé nokkur óvissa í spánni. Gert er ráð fyrir að umbreytingakostnaður félagsins verði fjórtán milljónir evra á árinu.

Markmið Marels um aðlagaðan rekstrarhagnað, þar sem ekki er tekið tillit til umbreytingakostnaðar, á árinu er 55 milljónir evra, en IFS spáir því að hann verði um fjörutíu milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK