Háhælaðir Crocs-skór voru ekki góð hugmynd

Crocs-skór.
Crocs-skór. AFP

Heimsins stærsti framleiðandi á plastklossum, Crocs, ætlar að loka eða breyta rekstri 75-100 búða sinna og hægja á opnun nýrra verslana næstu misserin. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs fyrirtækisins. Einnig verður um 180 starfsmönnum sagt upp, sem er um 4% af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Þar af verður um 70 sagt upp í höfuðstöðvum Crocs í Colorado.

Crocs fór að framleiða of margar tegundir af skóm, opnaði of margar búðir og réð of margt starfsfólk, viðurkenndu stjórnendur fyrirtækisins er uppgjörið var kynnt í gær.

„Við þurfum að breyta hugmyndafræði okkar,“ sagði forstjóri fyrirtækisins, Andrew Rees.

Crocs hefur ákveðið að fækka skótegundum sem framleiddar verða undir vörumerkinu um allt að 40%. Fyrirtækið ætlar héðan í frá að einbeita sér aftur að vinsælustu Crocs-skónum, sandölum og klossum. Meðal tegunda sem hætt verður að framleiða eru háhælaðir skór og leðurstígvél. Forstjóri fyrirtækisins segir að of margir séu í samkeppni um sölu á slíkum skófatnaði.

Vinsældir Crocs-klossanna urðu mjög miklar fyrir nokkrum árum og mátti sjá þá á fótum fjölda fólks, barna jafnt sem eldri borgara.

Frétt Huffington Post um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK