Stjórnvöld sýna á spilin

Á næstu mánuðum verður tímasettri áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta, sem nefnist „Project Irminger“, hrundið í framkvæmd, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stefnt er að því að fulltrúar föllnu bankanna fái kynningu, líklega í september, á þeim þjóðhagslegu skilyrðum sem verða höfð til hliðsjónar við undanþágubeiðnir frá höftum. Komi ekki fljótt tillögur sem uppfylli þau skilyrði sé ljóst að frekari tilraunir til að ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningi séu fullreyndar.

Stjórnvöld muni þá grípa til annarra úrræða, að sögn heimildarmanna, svo slitabúin standi ekki í vegi fyrir því að hægt sé að hefja losun hafta. Lögmannsstofan Cleary Gottlieb Steen & Hamilton vinnur nú að því að kortleggja hvaða leiðir koma þar til greina. Fyrir utan að taka slitabúin til gjaldþrotaskipta kemur meðal annars til álit að einangra búin með lagasetningu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verkefnið sem framkvæmdastjórnin um losun hafta vinnur að fengið vinnuheitið „Project Irminger“ og vísar það til Irminger-straumsins sem er hafstraumur suðvestur af landinu og vermir Íslandsstrendur. Nafngiftin á verkefninu á að undirstrika mikilvægi þess að gætt verði ýtrustu hagsmuna Íslands við losun hafta en koma Irminger-straumsins upp að landinu tryggir búsetuskilyrði hérlendis. Ber straumurinn hlýjan, saltan sjó frá Golfstraumnum inn í Grænlandssund og norður fyrir Ísland.

Fjallað er ítarlega um málið í Viðskiptamogga í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK