Nýir erlendir fjárfestar koma inn í hluthafahóp OZ

OZ hefur þróað aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsefni á netinu.
OZ hefur þróað aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsefni á netinu. mbl.is/Ernir

Fjársterkir erlendir fjárfestar, sem starfa aðallega í Suður-Ameríku, hafa nýverið lagt umtalsvert fé í íslenska nýsköpunarfyrirtækið OZ.

Í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, tíðindin afar ánægjuleg. „Þrátt fyrir gjaldeyrishöftin og mikla umræðu um endalausar hindranir nýsköpunarfyrirtækja tókst okkar að fá mjög fjársterka og spennandi fjárfesta inn í félagið, meira að segja frá löndum sem eru ekki með tvísköttunarsamninga við Ísland,“ segir hann.

Heimildir blaðsins herma að fjárfestarnir hafi lagt nokkur hundruð milljónir króna í félagið en Guðjón Már gat ekki staðfest það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK