Rússar hækka stýrivexti sína

Vladímir Pútín, forseti Rússlands.
Vladímir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti sína óvænt um fimmtíu punkta í gær. Í yfirlýsingu bankans sagði að hækkunin kæmi til vegna „aukinnar spennu á alþjóðavettvangi“.

Hagfræðingar höfðu reiknað með að bankinn myndi hækka vextina á þessu ári, en fáir bjuggust við því að hann myndi grípa strax til vaxtahækkana. Bankinn hefur hækkað vextina tvisvar það sem af er ári, að þessari hækkun undanskilinni, í mars og apríl, stuttu eftir innlimun Krímskaga í Rússland.

Í yfirlýsingunni varaði bankinn jafnframt við því að hann gæti hækkað vextina enn frekar ef verðbólgan héldi áfram að hækka.

Áætlanir seðlabankans gera ráð fyrir að verðbólga í landinu verði um 6,5% en í júní fór hún hins vegar upp í 7,5%, að því er segir í frétt Financial Times. Hagfræðingar óttast jafnframt að frekari viðskiptaþvinganir bandarískra og evrópskra stjórnvalda í garð Rússa geti veikt efnahag landsins frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK