Sala stóreykst á Range Rover-jeppum

Range Rover.
Range Rover. AFP

Sala á Range Rover-jeppum hér á landi hefur aukist um 75% á milli ára. Allt síðasta ár seldust tuttugu slíkar jeppar en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 35 jeppar verið seldir. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan fyrir hrun bankanna, að því er segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir að samkvæmt sölutölum séu nítján Range Rover Sport-jeppar á meðal nýskráðra bíla á þessu ári, en lúxusjeppinn kostar um fimmtán milljónir króna.

Bent er á að sala á nýjum fólksbílum hafi aukist um 33,9% í júní. Nýskráðir fólksbílar í mánuðinum eru 1.965 á móti 1.468 í sama mánuði í fyrra, en það er aukning um 497 bíla. Samtals hafa verið skráðir 6.377 fólksbílar á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 31,9% aukning frá fyrri helmingi seinasta árs. Til samanburðar voru nýskráðir fólksbílar allt árið 2009 aðeins 2.020 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK