Kínverskum ferðamönnum fjölgar um 50%

Ferðamenn í rigningarborginni Reykjavík.
Ferðamenn í rigningarborginni Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kínverskum ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um helming á fyrri hluta ársins frá því á sama tíma í fyrra, en fyrirséð er að slík fjölgun muni verða í Evrópu allri. Þetta kemur fram á vef Icelandic Times, en þar kemur fram að fríverslunarsamningur landanna hafi þar ekki bein áhrif, en muni væntanlega stuðla að frekari landkynningu ytra.

Haft er eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ýmis tækifæri séu með samningnum og að ekki sé útilokað að einhverjir íhugi að fjárfesta í ferðaþjónustu. Segir hún að kínverskir ferðamenn séu eftirsóttir og að þeir eyði meiru en meðal ferðamaðurinn. Hún bindur miklar vonir við fjölgun þeirra á komandi árum, sérstaklega ef áform um beint flug ganga eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK