Blaðamönnum fækkar í Bandaríkjunum

Blaðamönnum hefur fækkað mikið í Bandaríkjunum síðustu ár.
Blaðamönnum hefur fækkað mikið í Bandaríkjunum síðustu ár. AFP

Bandarísk dagblöð fækkuðu stöðugildum um 1.300 á síðasta ári, en síðasta áratuginn hefur verið stöðug fækkun í stéttinni. Í dag vinna um 36.700 manns í fullu starfi á um 1.400 dagblöðum vestanhafs.

Þetta kemur fram í könnun sem samtök ritstjóra og stofnun um ítarlegar félagsfræðirannsóknir gerði. Þá kom fram að minnihlutahópar juku hlut sinn á miðlunum örlítið, en þeim fjölgaði um 200 og voru 4.900, eða 13,34% af starfsmönnum á fréttastofum blaðanna í fyrra.

Hlutfall minnihlutahópa hefur verið á bilinu 12-14% undanfarin áratug, en þeir telja um 37% af heildarfjölda Bandaríkjamanna.

Blaðamenn voru flestir í Bandaríkjunum árið 1990, eða 56.900 talsins. Árið 2000 voru þeir 56.400, en síðan þá hefur leiðin verið nokkuð mikið niður á við. Frá árinu 2007 hefur blaðamönnum fækkað á hverju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK