Notendum fjölgar en tapið eykst

Ljósmynd/Wikipedia

Ársfjórðungsuppgjör samfélagsmiðilsins Twitter var gefið út í dag og var tap fyrirtækisins á tímabilinu 145 milljónir Bandaríkjadala. Notendum miðilsins hefur hins vegar fjölgað um 24% frá sama tímabili í fyrra. Alls eru nú 271 milljón fleiri mánaðarlegir notendur en fyrir ári. 

Tap fyrirtækisins er því þrefalt á við tap þess á sama tímabili í fyrra. Auglýsingatekjur hafa aukist um 129% á árinu. Fjárfestar virðast hafa trú á fyrirtækinu, því hlutabréfin ruku upp eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt. Alls hafa bréfin nú hækkað um 30%. 

Sumir hafa haldið því fram að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafi haft áhrif á fjölgun notenda miðilsins og að notkunin muni aftur dragast saman nú þegar því er lokið. Dick Costolo, einn stjórnenda fyrirtækisins, reyndi að slá á þessar áhyggjur fjárfesta í tilkynningu í dag. 

Að sögn fyrirtækisins fara 78% af notkun Twitter í gegnum snjallsíma.

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK