Yfirvöld semja við Tchenguizbræður

Robert og Vincent Tchenguiz hafa báðir fengið bætur frá SFO …
Robert og Vincent Tchenguiz hafa báðir fengið bætur frá SFO vegna húsleitar.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) hefur samið við fjárfestinn Robert Tchenguiz um bætur vegna óréttmætrar handtöku á honum þegar embættið skoðaði tengsl hans við Kaupþing banka. Bæturnar nema 1,5 milljónum punda, eða tæplega 300 milljónum króna. Fyrr í vikunni samdi embættið við bróður hans, Vincent Tchenguiz, um tæplega 600 milljóna bætur vegna sama máls.

Rannsókn SFO á bræðrunum og fjárfestingafélögum þeirra kom til vegna falls Kaupþings og tengsla þeirra við bankann. David Green, forstjóri SFO, hefur beðið bræðurna afsökunar á handtökunum og að sátt hafi náðst í málinu án kostnaðarsamra réttarhalda.

Árið 2012 tók dómstóll til baka húsleitarheimild sem SFO hafði verið veitt, en við skoðun málsins kom í ljós að SFO hafði ekki verið með neinar öruggar heimildir fyrir þeim ásökunum sem lágu að baki húsleitarbeiðninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK