Fólk lá á hurðinni í morgun

Þegar leið á daginn minnkaði röðin talsvert, en á tímabili …
Þegar leið á daginn minnkaði röðin talsvert, en á tímabili var hún meðfram öllu húsnæðinu og að verslun krónunnar. Mynd/Erna Dögg Hjaltadóttir

Fólk lá á hurðinni í morgun þegar Vínbúðin í Vestmannaeyjum var opnuð, en mikill straumur fólks hefur verið í búðina í allan dag. Hleypa hefur þurft inn í hollum og tugir bíða í röð fyrir utan. Þetta segir Erna Dögg Hjaltadóttir, starfsmaður Vínbúðarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is, en Þjóðhátíð gerir þetta að einum stærsta söludegi ársins í búðinni.

„Þetta er mun stærri Þjóðhátíð en t.d. í fyrra,“ segir Erna og bætir við að það hjálpi til þegar veðrið sé svona ótrúlega gott og allir í góðu skapi.

Hún segir að búðin taki um 30 manns í einu, „þetta er í sjálfu sér ekkert stór búð.“ Þá hafi röðin náð meðfram öllu húsinu og út að verslun Krónunnar. Þegar líða tók á daginn hefur röðin minnkað talsvert og eru nú 10-20 í röð fyrir utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK