Stálu 770 milljónum frá Seðlabanka

Frá Tirana, höfuðborg Albaníu.
Frá Tirana, höfuðborg Albaníu. Mynd/Wikipedia

Sjö starfsmenn albanska seðlabankans hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa stolið um fimm milljón evrum úr sjóðum bankans, en það nemur um 770 milljónum króna. Upp komst um málið þegar bankinn yfirfór eignir sínar á miðvikudaginn. 

Haft er eftir lögreglu að allar millifærslur bankans væru nú til skoðunar, bæði þær sem tengdust þessu máli beint, sem og aðrar. Þá væru millifærslur til vina og ættingja fimmmenninganna til sérstakrar skoðunar, sem og annarra starfsmanna bankans.

Ekki hafa komið fram nánar upplýsingar um hvernig þjófnaðurinn átti sér stað, en einn hinna grunuðu, Adrian Bitraj, er sagður hafa viðurkennt þjófnaðinn og að hann hafi eytt öllu í fjárhættuspil.

Seðlabankastjóri landsins hefur sagt fréttamönnum að stöðuleiki bankans sé tryggður þrátt fyrir uppákomuna og að starfsemi hans muni halda áfram með venjubundnum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK