Malaysia Airlines verður þjóðnýtt

AFP

Flugfélagið Malaysia Airlines hefur verið tekið af hlutabréfamarkaði og mun fjárfestingasjóður í eigu malasíska ríkisins taka það brátt yfir að fullu. Sjóðurinn Khazanah Nasional á nú þegar 69% hlut í félaginu og hyggst hann kaupa eftirstandandi hluti af öðrum hluthöfum, sem eru fyrst og fremst einkafjárfestar.

Í frétt Financial Times er haft eftir talsmanni Khazanah að aðgerðirnar séu liður í endurreisn flugfélagsins, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Farþegaþota félagsins hvarf sporlaust í marsmánuði og þá var önnur þota félagsins skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu í seinasta mánuði.

Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði það sem af er ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK