Virki á Thames-ánni frá Viktoríutímanum til sölu

Virki til sölu – Virkið, sem var reist á Viktoríutímabilinu, …
Virki til sölu – Virkið, sem var reist á Viktoríutímabilinu, er til sölu á heimilisfanginu Thames númer eitt á minna en eins herbergis íbúð. Wikipedia

Breskt virki í miðri Thames-ánni er nú til sölu fyrir lítil 500 þúsund pund, rúmar 95 milljónir króna. Heimilisfangið er einfaldlega Thames númer eitt, en þegar flóð kemur í ána þarf annaðhvort þyrlu eða bát til að komast að virkinu.

Frasar á borð við „frábær staðsetning“ eða „einstakt tækifæri“ ná ekki fyllilega utan um virkið, að mati Days Nigel fasteignasala, sem viðurkennir blátt áfram í viðtali við The Guardian að fasteignin sé „algjört skrímsli.“

Reist til varnar gegn Frökkum

Um er að ræða stærðarinnar virki frá Viktoríutímabilinu, reist sem hluta af landvörnum Bretlands þegar ógn þótti steðja að af hugsanlegri innrás frá Frakklandi, með „forljótri“ múrsteinsviðbót frá tuttugustu öldinni og sérstökum fallbyssuturni úr steypu.

„Það er magnað, en frekar hrollvekjandi. Ég hélt að ég væri ekki lofthræddur en á köflum ríghélt ég í veggina,“ segir Day Nigel. „Ef þú dettur er ekki auðveldlega aftur snúið.“ Eins og flest virki af þessu tagi var það sjaldan í fullri notkun. 

Ódýrara en eins herbergis íbúð

Áhugi á virkinu hefur verið mikill, að sögn Nigels, en það kostar minna en flestar eins herbergis íbúðir sem hann hefur til sölu. „Fólk talar um að breyta þessu í hótel, heimili, hljóðver eða skemmtistað.“ Virkið hefur ekki legið í algerri eyði undanfarin ár, en vinsælt er að kanna virkið meðal forvitinna borgarbúa.

Eigandinn, Simon Cooper að nafni, er byggingameistari sem keypti virkið af bresku krúnunni fyrir ótilgreint verð. Hann ætlaði sér að gera virkið upp og búa í því, en viðurkenndi í samtali við BBC að það „virkaði ekki vel sem heimili“ og kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að hvorki er rennandi vatn né aðgangur að rafmagni í virkinu. 

Day minnist þess þegar Cooper kom til sín einn daginn og bað hann að selja fasteignina. „Hann sagði: „Ja, heimilisfangið er Thames númer eitt,“ þannig að ég stóðst ekki mátið,“ rifjar hann upp í samtali við The Guardian.

Nánar um málið á vef The Guardian.

Áhugasamir tala um að breyta virkinu í hótel, hljóðver eða …
Áhugasamir tala um að breyta virkinu í hótel, hljóðver eða skemmtistað. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK