Enginn hagvöxtur á evrusvæðinu

DANIEL ROLAND

Stöðnun og samdráttur í efnahag helstu ríkja evrusvæðisins veldur nú töluverðum áhyggjum, en framleiðsla í langöflugasta ríkinu, Þýskalandi, dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi.

Á svæðinu í heild var hagvöxturinn enginn, 0,0%, og verðbólga fer enn minnkandi.

Þá mældist enginn hagvöxtur í Frakklandi, annan ársfjórðunginn í röð.

Hagfræðingar segja að haldi þessi þróun áfram á árinu aukist þrýstingur á Evrópska seðlabankann um að beita sér í auknum mæli, til að mynda með beinum kaupum á ríkisskuldabréfum aðildarríkjanna eða seðlaprentun, eigi að takast að koma í veg fyrir skeið verðhjöðnunar á evrusvæðinu.

Ekki er langt síðan hagtölur sýndu að ítalska hagkerfið væri enn fremur á ný farið að skreppa saman. Þýskaland, Frakkland og Ítalíu eru þrjú stærstu hagkerfi myntsvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK