Atvinnulausum fækkaði um 134

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn

Skráð atvinnuleysi í júlímánuði var 3,1%, en að meðaltali voru 5.583 atvinnulausir í mánuðinum og fækkaði atvinnulausum um 134 að meðaltali frá júní, þ.e. um 0,1 prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun.

Í júlí fækkaði atvinnulausum körlum um 112 frá júní en að meðaltali voru 2.428 karlar á atvinnuleysisskrá og 3.155 konur. Atvinnulausum konum fækkaði um 22 frá júní og var atvinnuleysið 2,5% meðal karla og 3,8% meðal kvenna.

Þá fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 35 á höfuðborgarsvæðinu og var 3,5% í júlí en var 2,3% á landsbyggðinni. Þar fækkaði atvinnulausum um 99 frá júnímánuði. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 4,2%. Minnst var það á Austurlandi, 1,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK