Ekki gert ráð fyrir álveri í Helguvík

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Í nýrri spá Seðlabanka Íslands er ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum á vegum Norðuráls við Helguvík, eins og áður hefur verið gert. Þess í stað er gert ráð fyrir þremur kísilverum.

„Þessi breyting ein og sér dregur nokkuð úr umfangi stóriðjufjárfestingar á spátímanum en vega fyrirsjáanlegrar aukinnar fjárfestingar vegna viðhalds og aukinna umsvifa við orkuöflun eykst fjárfesting í stóriðju frá maíspánni þegar litið er á tímabilið í heild,“ segir í nýjum Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Í maíspánni var gert ráð fyrir að framkvæmdir hefðust við fyrsta áfanga álvers Norðuráls við Helguvík, ásamt því sem gert hefur verið ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við eitt kísilver. Nú er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum álversframkvæmdum við Helguvík.

Í Peningamálum kemur fram að atvinnuvegafjárfesting hafi aukist um 15% frá fyrra ári á fyrsta fjórðungi ársins og sé líkt og í maí búist við áframhaldandi kröftugum vexti á árinu. Gert er ráð fyrir hátt í fjórðungsvexti en í maí var búist við um fimmtungsvexti. 

„Kröftugri vöxtur á fyrsta ársfjórðungi gefur einnig tilefni til að ætla að fjárfesting hhins opinbera og fjárfesting í íbúðarhúsnæði verði meiri í ár en spáð var í maí. Því er áætlað að fjárfesting í heild vaxi í ár um ríflega 22% frá fyrra ári í stað 19% í maíspánni.

Á næsta ári er spáð áþekkri þróun þótt vöxturinn verði heldur minni eða um 16,5%,“ segir í Peningamálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK