Gera ráð fyrir vaxtahækkun á næsta ári

mbl.is/Ómar

Könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila, sem framkvæmd var um miðjan ágústmánuð, gefur enn til kynna að þeir búist við óbreyttum sjö daga veðlánavöxtum bankans til loka þessa árs og að vextirnir hækki í 6,25% á fyrsta fjórðungi þess næsta.

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%, eins og greint var frá í morgun.

Í Peningamálum segir að nú virðist markaðsaðilarnir gera ráð fyrir 0,25 prósentna viðbótarhækkun á öðrum fjórðungi næsta árs, í 6,5%, og að vextirnir verði 6,75% eftir tvö ár. Það eru 0,25 prósentum hærri vextir en þeir væntu í sambærilegri könnun sem framkvæmd var um miðjan maí síðastliðinn.

Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að þeir vænti hærri raunvaxta en í maíkönnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK