Karl í Pelsinum með 24 íbúðir á Selfossi á prjónunum

Tölvumynd af fyrirhugaðri uppbyggingu við verslunarmiðstöðina
Tölvumynd af fyrirhugaðri uppbyggingu við verslunarmiðstöðina

Fasteignafélag í eigu Karls Steingrímssonar, sem jafnan er kenndur við Pelsinn, vinnur að því að byggja 24 íbúðir í miðbæ Selfoss ofan á verslunarmiðstöðina Kjarnann við Austurveg 1-5.

Þar eru þegar til húsa Krónan, Lyf og heilsa, bakarí með kaffihúsi og fataverslanir. Á annarri hæð eru skrifstofur Lögmanna Suðurlands, Búnaðarsambands Íslands og Eflu verkfræðistofu.

„Uppbyggingin á eftir að efla og styrkja miðbæinn á Selfossi. Verkefnið er einstaklega skemmtilegt. Stórglæsilegt útsýni er yfir Ölfusá og upp til sveita, auk þess sem þarna verður fallegur miðjugarður,“ segir Karl í samtali um þetta verkefni í Morgunblaðinu í dag. Áætlað er að byggingarkostnaður verði um einn milljarður króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK