Ósammála um stýrivexti í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki. AFP

Meðlimir peningastefnunefndar Englandsbanka voru ósammála um hvort halda ætti stýrivöxtum bankans óbreyttum á síðasta fundi nefndarinnar. Er þetta í fyrsta sinn í þrjú ár, eða frá því í júlímánuði árið 2011, þar sem ekki er samhljómur meðal nefndarmanna um stýrivexti.

Níu manns eiga sæti í peningastefnunefndinni og vildu tveir þeirra, Ian McCafferty og Martin Weale, hækka stýrivextina um 0,25 prósentur. Hinir sjö meðlimirnir kusu hins vegar með því að halda vöxtunum óbreyttum í 0,5%. Vextirnir hafa haldist óbreyttir síðan í mars árið 2009, að því er segir í frétt BBC um málið.

Englandsbanki hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir árið og gerir nú ráð fyrir 3,5% hagvexti, en ekki 3,4%, eins og áður. Þá spáir hann þriggja prósenta hagvexti á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK