Rússar draga úr drykkju

Dregið hefur úr neyslu bjórs vegna efnahagssamdráttar í Rússlandi og …
Dregið hefur úr neyslu bjórs vegna efnahagssamdráttar í Rússlandi og víðar í Austur-Evrópu. AFP

Danska brugghúsið Carlsberg lækkaði í dag hagvaxtarspá sína fyrir árið í heild en skýringin er ótryggt efnahagsástand í Rússlandi. Talið er að loka þurfi einhverjum ölgerðum fyrirtækisins vegna niðursveiflu í Rússlandi, en landið er stærsti markaður Carlsbergs.

Litlar breytingar eru á áætlunum fyrirtækisins á mörkuðum í vesturhluta Evrópu og eins er spáð aukningu í sölu í Asíu.

Hagnaður Carlsbergs á öðrum ársfjórðungi nam 2,21 milljarði danskra króna sem er aukning úr 2,07 milljörðum danskra króna á sama tímabili í fyrra.

Hlutabréf í Carlsberg hafa lækkað um 4,4% það sem af er degi í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK