Öskubuska á fjarskiptamarkaðinum

mbl.is/Heiðar

IFS greining segir að fyrirtækið Tal hafi verið hálfgerð Öskubuska á hinum íslenska fjarskiptamarkaði. Sameinuð fyrirtæki 365 miðla og Tals geti orðið öflugur keppinautur annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaðinum.

Í afkomuspá sinni fyrir annan ársfjórðung Vodafone bendir IFS á að 365 hafi nú þegar hafið sölu á nettenginum fyrir heimili og þá hafi það í hyggju að bjóða upp á 4G farsímaþjónustu - á næstu misserum.

Tilkynnt var um samruna félaganna í júlímánuði, en hann er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Sævar Freyr Þráinsson tók í sumar við starfi forstjóri 365 miðla en hann var áður forstjóri Símans.

IFS spáir því að hagnaður Vodafone á þessu ári muni aukast umtalsvert frá því í fyrra og verði alls 960 milljónir króna, þar af 250 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi.

Vodafone mun birta uppgjörið síðdegis í dag.

Sjá frétt mbl.is: IFS spáir auknum hagnaði Vodafone

Uppfært kl: 15:54:

Ranghermt var í fyrstu útgáfu fréttarinnar að Tal hafi hafið söluð á nettengingum fyrir heimili og hafi í hyggju að bjóða upp á 4G farsímaþjónustu á næstunni. Átt var við 365.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK