Engar athugasemdir við stjórnarsetu Jóns

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Kristinn

Kauphöll Íslands gerir ekki lengur athugasemdir við hæfi Jón Sigurðssonar, eins eigenda fjármálafyrirtækisins GAMMA og fyrrverandi forstjóra FL Group, til að sitja í stjórnum skráðra félaga. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv.

Jón var í gær kjörinn í stjórn N1. Hann gaf fyrst kost á sér í stjórnina fyrr á árinu, í mars, en dró framboð sitt til baka eftir að Kauphöllin gerði nokkrar athugasemdir við hæfi hans til að gegna stjórnarstörfum í skráðu félagi. Efasemdir Kauphallarinnar snerust um þrjár áminningar sem Kauphöllin veitti FL Group og síðar Stoðum fyrir brot á reglum þegar Jón var forstjóri félagsins.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Rúv að verklag Kauphallarinnar miðaði við það að þegar fimm ár væru liðin frá þeim atburðum sem urðu tilefni til athugasemda, þá gæti viðkomandi einstaklingur farið fram á endurmat. „Jón óskaði eftir því endurmati þegar þessi tímamörk voru liðin og þetta endurmat hefur farið fram og þetta er niðurstaða Kauphallarinnar,“ sagði Páll.

Sjá fréttir mbl.is:

Jón kjörinn í stjórn N1

Jón vill aftur í stjórn N1

Jón Dró framboð sitt til baka

Niðurstöður hluthafafundar N1

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK