Farþegum gæti fjölgað um 14,3%

mbl.is/Sigurgeir

Farþegum um Keflavíkurflugvöll gæti fjölgað um 14,3% á milli ára á tímabilinu 26. október 2014 til 25. mars á næsta ári, samkvæmt gögnum Isavia yfir úthlutuð stæði á flugvellinum.

Þetta kemur fram í umfjöllun greiningardeildar Íslandsbanka.

Þar segir að ef litið sé á aukninguna hlutfallslega á milli mánaða þá komi í ljóst að aukningin verði mest í nóvember, eða um 21,5%. Yfir aðra mánuði nemi aukningin á bilinu 11-13%.

„Það ber þó að hafa í huga að úthlutuð stæði þurfa ekki endilega að verða mælikvarði á endanlega flogið flug. Þannig hafa til dæmis brottfarir um Keflavíkurflugvöll undanfarið verið umtalsvert fleiri flesta mánuði en tölur yfir úthlutuð stæði gáfu tilefni til að ætla,“ bendir greiningardeildin þó á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK