Ísland heppilegt fyrir sólarkísil

Terry Jester, forstjóri hins bandaríska Silicor Materials sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju á Grundatanga, er í viðtali við Viðskiptamoggann í dag.

Þar segir hún að að það falli vel að starfsemi fyrirtækisins að hér á landi séu rekin álver og að önnur fyrirtæki vinni að því að framleiða kísil. Ál og kísill séu hráefnin í framleiðsluna auk orku.

Sólarkísill er nýttur til að búa til sólarhlöður, sem framleiða rafmagn úr sólarljósi. Fyrirtækið framleiðir kísil gagngert fyrir þann markað, sem hefur að hennar sögn farið vaxandi.

Silicor Materials stefnir á að reisa verksmiðju í haust sem kosta mun 77,5 milljarða króna. Þar af er áætlað að um 48 milljarðar króna fari í tækjabúnað, sem að mestu kemur frá hinu þýska SMS Siemag. Verksmiðjan mun skapa um 400 störf.

Þrjú fyrirtæki vinna að því að reisa kísilver um svipað leyti og munu framkvæmdirnar kosta á bilinu 12–32 milljarðar. Um er að ræða fyrirtækin United Silicon, PCC og Thorsil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK