Yfir 70% með aðgang að 4G þjónustu

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. mbl.is/Ómar

4G farsímaþjónusta Vodafone nær nú til meira en 70% landsmanna, en tugir nýrra 4G senda hafa verið teknir í notkun á undanförnum misserum víðs vegar um landið. Þetta var á meðal þess sem fram kom á opnum kynningarfundi félagsins í morgun þar sem afkoma þess á öðrum ársfjórðungi var kynnt.

Það er mat félagsins að viðbrögð viðskiptavina við þessari 4G uppbyggingu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, sýni að þörf sé á þessari nýju kynslóð farsímakerfis. Félagið byggir á reynslu Vodafone Global sem hóf fyrst uppbyggingu á 4G í Þýskalandi árið 2010.

Reynslan ytra sýni að gagnamagnsnotkun eykst mikið með tilkomu 4G, ekki aðeins vegna notkunar á myndum og lifandi myndefni í snjalltæki, heldur einnig vegna aukinnar notkunar á öppum af ýmsum toga. Á landsbyggðinni komi 4G sér einnig vel, ekki síst á svæðum þar sem hefðbundnar nettengingar eru ekki í boði, til dæmis í orlofshúsabyggðum þar sem 4G getur tryggt gott netsamband.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir að tæknimenn Vodafone hafi unnið frábært starf og komið meirihluta þjóðarinnar í 4G samband á hagkvæman hátt með góðum stuðningi Vodafone Global. Viðskiptavinir hafi tekið þessari nýju þjónustu vel um allt land.

„Það er hagsmunamál fyrir alla landsmenn að 4G verði í boði sem víðast og sem fyrst,“ segir hann.

Sjá einnig frétt mbl.is: Hagnaður Vodafone 210 milljónir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK