Birna segir afkomuna mjög góða

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. mbl.is/Golli

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið mjög góð. Bankinn hafi skilað arðsemi eigin fjár upp á 14,5%. Kostnaðarhagræðing gangi vel og stjórnunarkostnaður hafi lækkað um 13,4% á milli ára.

„Síðustu tvo fjórðunga höfum við séð góðan vöxt í útlánum og hafa þau aukist um 9% frá áramótum. Við sjáum einnig góðan vöxt í þóknanatekjum og dreifist vöxturinn vel á milli tekjusviða bankans,“ er haft eftir Birnu í fréttatilkynningu.

Hún segir að bankinn hafi haldið áfram að auka sjálfvirkni og að hagræða í útibúaneti bankans.Afgreiðslunni í Kringlunni hafi verið breytt í sjálfsafgreiðslu og stefnt sé að því að sameina útibú bankans í Lækjargötu og Eiðistorgi í eitt útibú í vesturbæ Reykjavíkur í byrjun næsta árs.

„Við sjáum mikinn vöxt í notkun á Appinu og viðskiptavinir hafa tekið nýjungunum vel en nú geta þeir meðal annars greitt reikninga, millifært og haft gott yfirlit yfir fjármálin,“ segir Birna.

Sjá frétt mbl.is: Íslandsbanki hagnast um 6,4 milljarða

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK