Ebay skoðar sölu á PayPal

John Donahoe, forstjóri eBay.
John Donahoe, forstjóri eBay. AFP

Hlutabréf í netrisanum eBay ruku upp um sjö prósent í verði í gær eftir að fregnir bárust af hugsanlegri sölu hans á dótturfélaginu PayPal. Í frétt Financial Times segir að salan gæti jafnvel orðið að veruleika snemma á næsta ári.

Stjórnendur eBay leita nú að nýjum forstjóra fyrir PayPal og herma heimildir að umsækjendnum um starfið hafi verið tilkynnt um að til greina komið að selja fyrirtækið.

Áhrifafjárfestirinn Carl Icahn hefur einmitt barist fyrir því á undanförnum misserum að eBay selji dótturfyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK