Nýir framkvæmdastjórar hjá Primera Air

Hrafn Þorgeirsson, nýr forstjóri Primera Air.
Hrafn Þorgeirsson, nýr forstjóri Primera Air.

Hrafn Þorgeirsson tekur í dag við sem nýr forstjóri Primera Air, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Primera Air Scandinavia í Danmörku undanfarin sex ár, ásamt því að vera framleiðslustjóri félagsins. Jón Karl Ólafsson, sem verið hefur forstjóri félagsins seinustu sex, hefur ákveðið að hverfa frá félaginu og leita á önnur mið. 

 „Þetta hafa verið mjög viðburðarrík og áhugaverð ár hjá Primera Air, þar sem okkur hefur tekist með góðu starfsfólki að byggja upp nútímalegt og frábært flugfélag. Ég vil óska félaginu og öllum sem hjá því starfa, alls hins besta í framtíðinni“, er haft eftir Jóni Karli Ólafssyni, fráfarandi forstjóra félagsins, í tilkynningu.  

Primera Air hefur verið ört vaxandi flugfélag, þá fyrst og fremst á leiguflugsmarkaði í Norður Evrópu, og er velta félagsins á þessu ári um þrjátu milljarðar króna.

Hrafn Þorgeirsson, sem nú tekur við sem forstjóri, segir að eftir því sem félagið hafi stækkað, sé víst að ná megi betri hagræðingu með aukinni samlegð og samtvinnun verkefna og starfa á skrifstofum félagsins. Lykillinn að velgengni flugfélaga byggist á hagræðingu á öllum sviðum svo bjóða megi samkeppnishæfa vöru.

Ásgeir Vilhjálmsson mun taka við sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Primera Air og Valdimar Björnsson, núverandi fjármálastjóri, mun jafnframt taka við starfi framkvæmdastjóra starfsemi Primera Air á Íslandi.  Þórður Bjarnason verður framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs.

Andri Már Ingólfsson er stjórnarformaður Primera Air og eigandi félagsins.

Farþegaþota flugfélagsins Primera Air.
Farþegaþota flugfélagsins Primera Air.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK