Primera Air stofnar flugfélag í Lettlandi

Primera Air.
Primera Air.

Primera Air hefur stofnað nýtt flugfélag í Lettlandi sem ber nafnið Primera Air Nordic. Búist er við að öll nauðsynleg leyfi liggi fyrir í byrjun októbermánaðar og hefst flugrekstur í nóvember undir merkjum nýja félagsins.

Ástæða þess að félagið fær nýtt flugrekstrarleyfi er fjöldi nýrra verkefna sem Primera Air hefur aflað sér, ásamt meiri sveigjanleika í flugrekstri en hægt er að bjóða upp á með eingöngu dönsku flugrekstrarleyfi, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Í haust munu nýjar skrifstofur félagsins í Riga, höfuðborg Lettlands, verða teknar í gagnið og er þá ráðgert að hluti starfseminnar, sem hingað til hefur verið á Íslandi og tengist beint framleiðslu, verði staðsettur í Lettlandi til að geta samþætt starfsemi Primera Air Scandinavia og Primera Air Nordic.  

Nánar verður greint frá breytingum þar að lútandi á næstu vikum. Reiknað er með að skrifstofur félagsins í Riga geti sinnt þörfum beggja félaga flugfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK