Segir sig úr stjórn Íslandsbanka

Íslandsbanki við Kirkjusand.
Íslandsbanki við Kirkjusand. mbl.is/Ómar

Dr. Daniel Levin, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur sagt sig úr stjórn bankans. Þá hefur Svana Helen Björnsdóttir jafnframt sagt sig úr varastjórn bankans.

Tilkynnt verður um eftirmenn á síðari stigum, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Dr. Daniel Levin er bandarískur og svissneskur ríkisborgari með sérþekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja. Hann hefur um langt skeið sinnt ráðgjafarstörfum fyrir ríkisstjórnir og þróunarstofnanir um þróun fjármagnsmarkaða og fyrir eftirlitsaðila um innleiðingu siðareglna fyrir fjármálafyrir tæki. Að auki á Daniel Levin sæti í stjórnsýslunefnd Liechtenstein sem vinnur að þekkingarmiðlun milli landa og eflingu pólitískrar, efnahagslegrar og félagslegrar þróunar. Hann hefur ennfremur tekið virkan þátt í mótun ýmissa laga um fjármálafyrir tæki.

Dr. Daniel Levin.
Dr. Daniel Levin.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK