Sprenging í sölu á Føroya-Gulli

Færeyski bjórinn slær í gegn.
Færeyski bjórinn slær í gegn.

Sophus Dal Christiansen, markaðsstjóri hjá Føroya Bjór, segir að sala á færeyska bjórnum Gulli hafi farið fram úr björtustu vonum og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. Algjör sprenging hafi orðið í sölunni eftir að Ölgerðin fór fram á að færeyski bjórinn yrði tekinn úr sölu hjá ÁTVR.

Andri Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, hefur látið hafa eftir sér að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi átt í vinsamlegum viðræðum við Føroya Bjór um að Gull yrði tekið úr sölum, en Ölgerðin framleiðir sem kunnugt er bjórinn Egils-Gull. Sophus segir þetta ekki rétt. Fyrirtækið hafi fengið bréf þar sem þess sé krafist að Gull frá Færeyjum verði þegar í stað tekinn úr sölu, annars verði farið með málið til dómstóla.

Sophus segir að mikil sölu aukning hafi orðið á færeyska bjórnum í síðustu viku og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. „Við höfum fengið bréf frá Íslendingum sem segjast styðja okkur í þessu hlægilega máli. Við erum þakklátir fyrir þann stuðning sem við höfum fengið, en hann sýnir þau sterku tengsl sem eru milli Íslands og Færeyja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK