Björgólfur stefnir Róberti Wessman

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur stefnt Róberti Wessman og Árna Harðarsyni fyrir að hafa á ólögmætan hátt dregið sér fjórar milljónir evra í eigin þágu og skapað honum fjártjón sem samsvarar helming af þeirri fjárhæð. 

Viðskiptablaðið greinir frá þessu á vefsíðu sinni, en fram kemur að blaðið hafi stefnu Björgólfs Thors undir höndum. 

Fram kemur, að Róbert og Árni vísi málatilbúnaði Björgólfs til föðurhúsanna og segja stefnuna „tilefnislausa" og að hún eigi „enga stoð í raunveruleikanum". 

Uppfært kl. 21:18

Yfirlýsing Róberts Wessman í heild sinni er svohljóðandi:

„Enn og aftur fara spunameistarar Björgólfs Thors Björgólfssonar af stað og í þetta skiptið er sett fram tilefnislaus stefna sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Björgólfur Thor er oft hugmyndaríkur þegar kemur að því að spinna sögur og í þetta skiptið fer hann af stað með málatilbúnað sem hefur það eina markmið að þeyta ryki í augu almennings. Þetta virðist einnig vera hluti af stöðugri varnarbaráttu Björgólfs Thors á Íslandi þar sem hann ver skaddað mannorð sitt. Ég vill nota tækifærið og skora á Björgólf Thor  að fara í ísfötubað, enda virðist hann þurfa smá kælingu. Þannig má líka komast hjá því að eyða tíma og fjármunum dómstóla í að fjalla um tilhæfulaus mál.

Þann 25.apríl 2012 gerði ég og Salt investment dómsátt við Björgólf Thor (félög hans) sem fól í sér að máleferlum aðila myndu ljúka.   Allir ættu að þekkja niðurstöðu þeirra mála, þar sem Novator var gert að greiða 40 milljónir evra en innheimta þeirra fjármuna reyndist árangurslaus. Þrátt fyrir að dómsáttin hafi verið Björgólfi Thor mjög hagstæð virðist sem hann sé gjörsamlega friðlaus í þessu máliog er greinilega mikið um að halda áfram deilum við mig.

Ég ætla mér ekki munnhöggvast við Björgólf í fjölmiðlum um þetta mál en það verður áhugavert að mæta honum í dómsal þar sem gerð verður ítarleg grein fyrir málavöxtum og þessum aðdróttunum svarað. Ég á hinsvegar ekki von á öðru en að málinu verði vísað frá, enda tilhæfulaust með öllu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK